Hoppa yfir valmynd

Frétt

28. júní 2016 Forsætisráðuneytið

Ríkisstjórnin styrkir Evrópumót kvennalandsliða í golfi

Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun að veita 1,5 milljón króna af ráðstöfunarfé sínu til Golfsambands Íslands vegna Evrópumóts kvennalandsliða í golfi.

Evrópumót kvennalandsliða í golfi fer fram á Urriðavelli hjá Golfklúbbnum Oddi í Garðabæ dagana 5. til 9. júlí nk. og er um að ræða eitt stærsta alþjóðlega golfmót sem haldið hefur verið á Íslandi. Nú þegar hafa 20 þátttökuþjóðir staðfest komu sína þar sem 120 keppendur munu mæta til leiks ásamt þjálfurum, liðsstjórum og öðru fylgdarliði. Búast má við að rúmlega 200 erlendir gestir muni sækja Ísland heim vegna mótsins.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum