Hoppa yfir valmynd

Frétt

16. júlí 2016 Utanríkisráðuneytið

Utanríkisráðherra um stöðu mála í Tyrklandi

Lilja Dögg Alfreðsdóttir utanríkisáðherra segir að valdaránstilrauninni í Tyrklandi virðist hafa verið hrundið.

„Lýðræðislega kjörin stjórnvöld halda völdum og mikilvægt er að stöðugleiki komist á sem fyrst. Við hvetjum til stillingar og sátta í landinu.

Engar vísbendingar hafa borist um að Íslendingar í Tyrklandi hafi verið í hættu en borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins fylgist náið með þróun mála. Upplýsingar á vef og Facebook-síðu ráðuneytisins eru uppfærðar reglulega, þar með taldar ferðaviðvaranir.

Vopnað valdarán gegn lýðræðislega kjörnum stjórnvöldum er árás á lýðræðið. Á alþjóðavettvangi talar Ísland fyrir lýðræðislegum ferlum og mannréttindum sem öllum ríkisstjórnum ber að virða,“ segir Lilja. 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum