Hoppa yfir valmynd

Frétt

25. ágúst 2016 Forsætisráðuneytið

Forsætisráðherra sendir samúðarkveðjur vegna jarðskjálftans á Ítalíu

Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra hefur sent Matteo Renzi, forsætisráðherra Ítalíu, samúðarkveðjur frá ríkisstjórninni og íslensku þjóðinni vegna gríðarmikillar eyðileggingar og mannfalls af völdum jarðskjálftans á Ítalíu í gær. „Íslendingar þekkja hvað öfl náttúrunnar geta verið miskunnarlaus og eru hugur okkar og bænir hjá öllum þeim sem eiga um sárt að binda af völdum þeirra. Íslensk stjórnvöld eru reiðubúin að veita aðstoð.“  

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum