Hoppa yfir valmynd

Frétt

1. september 2016 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Þingsályktun um rammaáætlun lögð fyrir Alþingi

Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur að höfðu samráði við Ragnheiði Elínu Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, ákveðið að leggja fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um vernd og orkunýtingu landsvæða. Tillagan er samhljóða niðurstöðum verkefnisstjórnar 3. áfanga rammaáætlunar, sem skilaði ráðherra lokaskýrslu sinni síðastliðinn föstudag.

„Það er góður áfangi að geta lagt fram þingsályktun um rammann á næstu dögum og ég er ánægð að allar tímasetningar stóðust hjá verkefnisstjórninni. Þá tel ég mikils virði að Alþingi fái niðurstöðunnar til efnislegrar meðferðar sem fyrst,“ segir Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra.

Lagt er til að átta nýir virkjunarkostir bætist í orkunýtingarflokk áætlunarinnar, tíu virkjunarkostir fari í verndarflokk og tíu í biðflokk en nálgast má lokaskýrslu verkefnisstjórnar 3. áfanga rammaáætlunar í frétt hér á vefsvæði ráðuneytisins.

Frétt um lokaskýrslu verkefnisstjórnar 3. áfanga rammaáætlunar

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum