Hoppa yfir valmynd

Frétt

1. september 2016 Heilbrigðisráðuneytið

Umsækjendur um stöðu forstjóra hjúkrunarheimilisins Sólvangs

Sex sóttu um stöðu forstjóra hjúkrunarheimilisins Sólvangs í Hafnarfirði sem velferðarráðuneytið auglýst laust til umsóknar 12. ágúst sl.

Umsækjendur um starfið eru eftirtaldir:

  • Dóra Ingibjörg Valgarðsdóttir, félagsráðgjafi

  • Drífa Sigfúsdóttir, viðskiptafræðingur

  • Eva Björk Valdimarsdóttir, markaðsstjóri

  • Helga Liv Óttarsdóttir, Cand.oecon

  • Ingibjörg Eyþórsdóttir, rekstrarstjóri

  • Kristján Sigurðsson, framkvæmdastjóri

Þriggja manna nefnd sem skipuð er af heilbrigðisráðherra í samræmi við lög um heilbrigðisþjónustu metur hæfni umsækjenda um stöður forstjóra heilbrigðisstofnana.

Heilbrigðisráðherra skipar í starfið. Stefnt er að því að skipa nýjan forstjóra frá 1. október nk. en skipunartími er til ársloka 2018.

Sólvangur hjúkrunarheimili starfar samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007. Á heimilinu eru 59 hjúkrunarrými og 8 dagdvalarrými. Forstjóri ber ábyrgð á að Sólvangur hjúkrunarheimili starfi í samræmi við lög og stjórnvaldsfyrirmæli og erindisbréf sem ráðherra setur honum. Hann ber ábyrgð á starfsemi og þjónustu stofnunarinnar, að rekstrargjöld og rekstrarafkoma séu í samræmi við fjárlög og að fjármunir séu nýttir á árangursríkan hátt.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum