Hoppa yfir valmynd

Frétt

2. september 2016 Dómsmálaráðuneytið

Drög að breytingu á reglugerð fyrir Íslenskar getraunir til umsagnar

Innanríkisráðuneytið hefur nú til umsagnar drög að breytingu á reglugerð fyrir Íslenskar getraunir nr. 166/2016, með síðari breytingu. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir um drögin til og með 12. september næstkomandi á netfangið [email protected].

Drögin fela í sér að felld verður niður takmörkun á fjölda leikja sem Íslenskum getraunum er heimilt að bjóða upp á í viku hverri í getraunaleiknum Lengjunni sem nú er bundin við 120 leiki. Í samræmi við það eru lagðar til breytingar á 24. og 27. gr. reglugerðarinnar.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira