Hoppa yfir valmynd

Frétt

9. september 2016 Forsætisráðuneytið

Starfshópur um eflingu byggðar og atvinnulífs á svæðinu frá Markarfljóti að Öræfum

Ríkisstjórn Íslands samþykkti á fundi sínum í morgun að settur verði á fót starfshópur sem fái það verkefni að móta framtíðarsýn fyrir svæðið frá Markarfljóti að Öræfum og gera tillögur sem eru til þess fallnar að efla byggð og atvinnulíf með sérstakri áherslu á grunnþjónustu og vaxtargreinar í atvinnulífinu. Forsætisráðherra skipar formann hópsins en aðrir fulltrúar verða skipaðir samkvæmt tilnefningum frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, Byggðastofnun, SASS og Háskólafélagi Suðurlands. Starfshópurinn mun í vinnu sinni hafa samráð við sveitarfélögin á svæðinu.

Starfshópurinn skal skila tillögum sínum til forsætisráðherra.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum