Hoppa yfir valmynd

Frétt

11. september 2016 Forsætisráðuneytið

Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra fer í opinbera heimsókn til Danmerkur

Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra heldur af stað í dag í opinbera heimsókn til Danmerkur í boði Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra Danmerkur. Forsætisráðherra mun eiga fundi með forsætisráðherra Danmerkur og eiga einkasamtal með Drottningu Danmerkur, ásamt því að funda með þingforseta danska þingsins. Jafnframt mun forsætisráðherra heimsækja Kaupmannahafnarháskóla, Árnasafn og Jónshús, ásamt því að hitta Íslendinga búsetta í Danmörku. Heimsókninni lýkur þriðjudaginn 13. september.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum