Hoppa yfir valmynd

Frétt

16. september 2016 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Drög að breytingum á lögum um áhafnir íslenskra farþegaskipa og flutningaskipa til umsagnar

Drög að frumvarpi til breytinga á lögum um áhafnir íslenskra farþegaskipa og flutningaskipa eru nú til umsagnar hjá ráðuneytinu. Unnt er að senda ráðuneytinu athugasemdir til og með 30. september næstkomandi og skulu þær sendar á netfangið [email protected].

Drög að frumvarpi til breytinga á lögum um áhafnir íslenskra farþegaskipa og flutningaskipa eru nú til umsagnar hjá ráðuneytinu. Unnt er að senda ráðuneytinu athugasemdir til og með 30. september næstkomandi og skulu þær sendar á netfangið [email protected]

Umrædd lög eru nr. 76/2001, með síðari breytingum og voru frumvarpsdrögin nú samin fyrst og fremst til að samræma íslenska löggjöf við samþykkt Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar um menntun og þjálfun, skírteini og vaktstöður sjómanna (e. International Convention on Standards of Training, Certification and Watchkeeping for Seafarers), betur þekkt sem STCW-samþykktin.

Á ráðstefnu aðildarríkja STCW-samþykktarinnar í Manila á Filipseyjum árið 2010 voru samþykktar umtalsverðar breytingar á henni, meðal annars varðandi ráðstafanir til að koma í veg fyrir sviksamlega útgáfu skírteina, um heilbrigðiskröfur, öryggisþjálfun og þjálfun á tæknilegum sviðum. Meginþorri breytinganna var innleiddur hér á landi sem reglugerð nr. 676/2015, um menntun, þjálfun og atvinnuréttindi farmanna. Það er hins vegar mat ráðuneytisins og Samgöngustofu að styrkja þurfi lagastoð er snýr að viðurkenningu lækna sem gefa út heilbrigðisvottorð farmanna til útgáfu alþjóðlegra skírteina. Mjög mikilvægt er að framkvæmd STCW-samþykktarinnar sé hnökralaus hér á landi en Ísland hefur verið á svokölluðum hvítlista yfir ríki, sem að mati Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar, uppfylla ákvæði samþykktarinnar.

Samhliða framangreindum breytingartillögum eru lagðar til breytingar í þágu skýrleika auk nauðsynlegra uppfærslna ákvæða og eru þær eftirfarandi:

  • Í fyrsta lagi er lagt til að skýrt komi fram að lögin muni gilda um farþegabáta að því er varðar mönnun þeirra. Með hugtakinu er átt við bát sem flytur að hámarki 12 farþega. Í framkvæmd hafa lögin verið látin ná til slíkra báta hvað mönnun varðar og er því lagt til að löggjöfin endurspegli framkvæmdina.
  • Í öðru lagi er lagt til að hugtökin „1. vélstjóri” og „alþjóðaradíóreglugerðin” verði færð til samræmis við ákvæði STCW-samþykktarinnar.
  • Í þriðja lagi eru lagðar til uppfærslur á tilvísunum til Evrópugerða og orðalagsbreytingar að því er varðar útgáfu skírteina.
  • Í fjórða lagi er lagt til að felld verði brott ákvæði er varða yfirfærslu frá mælingu skipa úr brúttótonnum yfir í brúttórúmlestir. Þeirri yfirfærslu er nú lokið og eiga ákvæðin ekki lengur við.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira