Hoppa yfir valmynd

Frétt

30. september 2016 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

Drög að reglugerðum um vogir og mælitæki til umsagnar

Innanríkisráðuneytið kynnir til umsagnar drög að reglugerðum, annars vegar um mælitæki og hins vegar um framleiðslu ósjálfvirks vogarbúnaðar. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir um reglugerðardrögin og skulu þær berast á netfangið [email protected] eigi síðar en 10. október næstkomandi.

Reglugerð um gerð og framleiðslu ósjálfvirks vogarbúnaðar innleiðir tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/31/ESB frá 26. febrúar 2014 um samræmingu laga aðildarríkjanna um að bjóða ósjálfvirkan vogarbúnað fram á markaði. Í tilskipuninni er að finna reglur um markaðssetningu ósjálfvirkra voga. Aðferðir sem framleiðendur geta notað við samræmismat og hvernig aðildarríki geta haft eftirlit með markaðssetningu og samráð sín á milli um það hvort grunnkröfur séu uppfylltar. Tæknilegar grunnkröfur eru birtar í viðauka tilskipunarinnar. Þessi tilskipun leysir af hólmi eldri tilskipun um sama efni. Efnislegar breytingar eru litlar.

Reglugerð um mælitæki innleiðir tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/32/ESB frá 26. febrúar 2014 um samræmingu laga aðildarríkjanna um að bjóða mælitæki á markaði. Í tilskipuninni eru birtar reglur um markaðssetningu mælitækja, aðferðir sem framleiðendur geta notað við samræmismat og hvernig aðildarríki geta haft eftirlit með markaðssetningu og samráð sín á milli um það hvort grunnkröfur séu uppfylltar. Í sérstökum viðaukum tilskipunarinnar eru birtar grunnkröfur sem gerðar eru til hvers flokks mælitækja en þeir eru 10 talsins. Efnislegar breytingar frá áður gildandi tilskipun um sama efni eru litlar.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira