Hoppa yfir valmynd

Frétt

6. október 2016 Forsætisráðuneytið

Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra fundar með utanríkisráðherra Finnlands

Timo Soini utanríkisráðherra Finnlands og Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra - mynd

Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra átti í dag fund með Timo Soini utanríkisráðherra Finnlands. 

Á fundi sínum ræddu ráðherrarnir góð samskipti og samstarf landanna.  Meðal annars ræddu ráðherrarnir málefni á sviði viðskipta og alþjóða- og öryggismála. Þeir ræddu samstarf ríkjanna í málefnum Norðurslóða, loftslags- og orkumál.  Þá ræddu þeir um Brexit, ákvörðun Bretlands um að segja sig úr ESB. 

Utanríkisráðherra Finnlands mun ávarpa „Hringborð norðurslóða“ á morgun, í Hörpu.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum