Hoppa yfir valmynd

Frétt

14. október 2016 Dómsmálaráðuneytið

Auglýst eftir verkefnisstjóra við þjónustumiðstöð fyrir brotaþola ofbeldis

Staða verkefnisstjóra við Bjarkarhlíð í Reykjavík – þjónustumiðstöð fyrir brotaþola ofbeldis – hefur verið auglýst laus til umsóknar. Rekstur þjónustumiðstöðvarinnar er tilraunaverkefni sem reka á til ársloka 2018 og er gert ráð fyrir að starfsemin hefjist í byrjun næsta árs.

Rekstur þjónustmiðstöðvarinnar er samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar, velferðarráðuneytis, innanríkisráðuneytis, lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, Samtaka um kvennaathvarf, Stígamóta, Drekaslóðar, Mannréttindaskrifstofu Íslands og Kvennaráðgjafarinnar samkvæmt viljayfirlýsingu sem þessir aðilar undirrituðu á dögunum. Sjá nánar um undirbúning starfseminnar.

Auglýsingin fer hér á eftir:

Verkefnisstjóri Bjarkarhlíðar – þjónustumiðstöð fyrir brotaþola ofbeldis

Langar þig til að taka þátt í krefjandi og mikilvægu verkefni?

Laus er til umsóknar staða verkefnisstjóra Bjarkarhlíðar – þjónustumiðstöðvar fyrir brotaþola ofbeldis. Í Bjarkarhlíð, sem opnar formlega í byrjun næsta árs, verður veitt samhæfð þjónusta og ráðgjöf fyrir fullorðna einstaklinga sem beittir hafa verið ofbeldi. Hlutverk verkefnisstjóra verður að byggja upp og leiða starfsemina en um er að ræða krefjandi og spennandi brautryðjendastarf við uppbyggingu þjónustunnar og rekstur Bjarkahlíðar. Í starfinu reynir á frjóa hugsun og hæfileika til að vinna með fjölmörgum aðilum. Verkefnið er tilraunaverkefni til ársloka 2018.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Mótun og undirbúningur þjónustu og starfsemi Bjarkarhlíðar í samráði við verkefnisstjórn.
  • Ábyrgð á rekstri og starfsemi Bjarkarhlíðar.
  • Umsjón með upplýsingagjöf og kynningu á starfsemi Bjarkarhlíðar.
  • Umsjón með vefsíðu.
  • Samskipti við innlenda og erlenda aðila.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun á framhaldsstigi sem nýtist í starfi.
  • Þekking á birtingarmyndum heimilisofbeldis og kynferðisofbeldis.
  • Sjálfstæði, frumkvæði og skipulögð vinnubrögð.
  • Þjónustulund og lipurð í samskiptum.
  • Reynsla af miðlun upplýsinga á íslensku í ræðu og riti.
  • Þekking á stjórnsýslu og verkefnastjórnun.
  • Góð kunnátta í ensku og kunnátta í öðru tungumáli er kostur.
  • Stjórnunarreynsla æskileg.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Starfshlutfall verkefnisstjóra er 100%. Gert er ráð fyrir öðru stöðugildi við þjónustumiðstöðina.

Bjarkarhlíð – þjónustumiðstöð fyrir þolendur ofbeldis er samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar, velferðarráðuneytisins, innanríkisráðuneytisins, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, Samtaka um kvennaathvarf, Stígamóta, Drekaslóðar, Mannréttindaskrifstofu Íslands og Kvennaráðgjafarinnar.

Upplýsingar um starfið veitir Halldóra Gunnarsdóttir í síma 7725323 eða í tölvupósti, netfang [email protected].

Umsóknarfrestur er til og með 29. október. Umsækjendur sæki um á vefsíðu Reykjavíkurborgar, www.reykjavik.is/laus-storf.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum