Hoppa yfir valmynd

Frétt

28. október 2016 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Samningur um stofnstyrk vegna uppbyggingar Salthússins á Siglufirði

Illugi og Anita undirrita - mynd
Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra og Aníta Elefsen, safnstjóri Síldarminjasafns Íslands undirrituðu í vikunni samning um stofnstyrk til að fjármagna hluta kostnaðar við uppbyggingu á svonefndu Salthúsi á byggingasvæði safnsins.

Salthúsið verður öðru fremur ætlað til varðveislu muna í eigu safnsins með aðstöðu fyrir skráningu, forvörslu og tengdra verkefna, auk þess sem þriðjungur hússins verður notaður fyrir sýningar, safnverslun og gestamóttöku, t.d. með fyrirlestrarsal.
Styrkurinn nemur 35.000.000 kr og greiðist á fjórum árum, fyrsta greiðsla árið 2017 og lokagreiðsla árið 2020.

Á myndinni má sjá mennta- og menningarmálaráðherra og Anítu Elefsen, safnstjóra Síldarminjasafns Íslands, við undirritunina.

Mynd: Örlygur Kristfinnsson

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum