Hoppa yfir valmynd

Frétt

8. nóvember 2016 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Málþing um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) til framtíðar

Tilraunaverkefni um notendastýrða persónulega aðstoð rennur út í lok þessa árs. Rýnt verður í reynsluna af verkefninu frá ólíkum sjónarhornum og horft til framtíðaruppbyggingar þessarar þjónustu á málþingi sem fram fer á Icelandair Hotel Reykjavík Natura 17. nóvember nk.

Notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA) er þjónusta sem byggist á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf. Hugmyndafræðin gerir skýrar kröfur um að notandi aðstoðarinnar ráði því hvernig staðið er að framkvæmd hennar. NPA er því á margan hátt umbreyting á framkvæmd og skipulagi innan velferðarþjónustunnar. Þessi breyting gerir miklar kröfur til notenda, aðstoðarfólks og þeirra sem annast umsýslu með framkvæmd aðstoðarinnar.

Frá því 2011 hefur samstarfsverkefni um NPA verið við lýði. Sérstök verkefnisstjórn hefur starfað og fjallað um hvernig best verði staðið að framkvæmd NPA til framtíðar. Nú er komið að kaflaskilum og af því tilefni er boðað til málþings þar sem NPA verður rýnd frá mismunandi sjónarhornum. Þess er vænst að málþingið og niðurstöður þess geti orðið mikilvægt vegarnesti fyrir stjórnvöld þegar næstu skref við framtíðaruppbyggingu NPA verða stigin hér á landi.

Málþingið er haldið á vegum velferðarráðuneytisins í samvinnu við Verkefnisstjórn um NPA.

Aðgangur að málþinginu er ókeypis og öllum opinn en þátttakendur þurfa að skrá sig og fer skráningin fram á vef ráðuneytisins.

 Dagskrá

Notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA) – leið til sjálfstæðs lífs

Dagskrá málþings á Icelandair Hotel Reykjavík Natura 17.11.2016

 

Fimmtudagur 17. nóvember 2016

8.45– 9.15 Skráning.

Almennar áherslur 

9.15 – 9.30 Samstarfsverkefnið um NPA – nýr veruleiki í velferðarþjónustu.

Þór Garðar Þórarinsson, sérfræðingur í velferðarráðueytinu, formaður verkefnisstjórnar um NPA.

9.30 – 9.50 Sjálfstætt líf – helstu þættir í hugmyndafræði NPA.

Ragnar Gunnar Þórhallsson, stjórnarmaður í stjórn NPA miðstöðvarinnar og Inga Björk Bjarnadóttir, notandi.

9.50 – 10.20 Siðferðileg álitamál við framkvæmd NPA.

Þórgnýr Dýrfjörð, heimspekingur og framkvæmdastjóri Akureyrarstofu.

10.20 – 10.35 Kaffihlé.

Hver er reynslan af innleiðingu samstarfsverkefnisins um NPA

10.35 – 10.50 Sjónarhorn notanda.

Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, formaður NPA miðstöðvarinnar.

10.50 – 11.05 Sjónarhorn Reykjavíkurborgar.

Berglind Magnúsdóttir, skrifstofustjóri Þjónustunnar heim á velferðarsviði Reykjavíkurborgar.

11.05 – 11.15 Sjónarhorn umsýsluaðila.

Hjörtur Eysteinsson, skrifstofustjóri NPA miðstöðvarinnar.

11.15 – 11.25 Sjónarhorn Eflingar stéttarfélags.

Sigurður Bessason og Fjóla Jónsdóttir, fulltrúar Eflingar.

11.25 – 11.35 Sjónarhorn landsbyggðarinnar.

Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri, Sveitarfélagið Skagafjörður.

11.35 – 11.55 Sjónarhorn aðstoðarmanna.

Árnný Guðjónsdóttir, aðstoðamaður NPA notanda og aðstoðarmaður frá Eflingu stéttarfélagi.

11.55 – 12.50 Hádegishlé – Tónlist.

Fram á veginn

12.50 – 13.20 Hvað segir úttekt Félagsvísindastofnunar um framkvæmd tilraunaverkefnisins um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA)?

Ásdís A. Arnalds og Hrafnildur S. Gunnarsdóttir verkefnisstjórar hjá Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands.

13.20 – 14.10 Fram á veginn. Hvað er í verkfærakassanum? – hverju þarf að breyta til að ná settu marki?

Verkefnisstjórn NPA kynnir m.a.:

  • Drög að Handbók 2.0. um NPA.

  • Drög að verklagsreglum.

  • Drög að mismunandi samningsformum.

  • Drög að kröfulýsingu vegna starfsleyfa.

  • Drög að ramma fyrir starfslýsingar.

  • Drög að siðareglum. 

14.10 – 14.25 Tillögur og ábendingar um atriði sem gætu styrkt NPA til framtíðar.

14.25 – 14.40 Kaffihlé.

14.40 – 14.50 Vinnuvernd – ávinningur fyrir alla.

Þórunn Sveinsdóttir, deildarstjóri Þróunar- og eftirlitsdeildar Vinnueftirlitsins.

14.50 – 15.00 NPA – til framtíðar. Hugmyndir um samþættingu meginþátta velferðarþjónustunnar. Aðkoma skólakerfisins.

Ragnheiður Bóasdóttir, sérfræðingur í mennta- og menningarmálaráðuneytinu.

15.00 – 15.10 NPA – til framtíðar. Samþætting meginþátta velferðarþjónustunnar. Aðkoma heilbrigðisþjónustunnar.

Valgerður Gunnarsdóttir, sérfræðingur í velferðarráðuneytinu.  

15.10 – 15.35 Hvað er framundan? – sjónarhorn fulltrúa stjórnmálaflokka á Alþingi.

15.35 – 15.40 Málþingsslit.

Þuríður Harpa Sigurðardóttir, notandi NPA.

Fundarstjóri er Sveinn Allan Morthens, forstöðumaður hjá Reykjavíkurborg.

Málþingið er haldið á vegum velferðarráðuneytisins í samvinnu við Verkefnisstjórn um NPA.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum