Hoppa yfir valmynd

Frétt

6. desember 2016 Innviðaráðuneytið

Umsókn um leyfi til að gera eignaskiptayfirlýsingar eða endurnýjun slíks leyfis

Leyfi til að gera eignaskiptayfirlýsingu hafa þeir einir sem fengið hafa til þess leyfi ráðherra. Slíkt leyfi er gefið út til fimm ára í senn og krefst á endurnýjunar. Skilyrði fyrir veitingu leyfis eru að umsækjandi hafi lögræði og búsforræði og að hann sýni fram á að hann hafi staðgóða þekkingu á fjöleignarhúsalöggjöfinni, byggingarlöggjöfinni, lögum um skráningu og mat fasteigna, þinglýsingalögum og annarri löggjöf er máli skiptir og kunnáttu í að beita gildandi útreikningsreglum og aðferðum, samkvæmt fyrirmælum í reglugerð um eignaskiptayfirlýsingar, útreikning hlutfallstalna o.fl. í fjöleignarhúsum nr. 910/2000.

Umsókn um leyfi til gera eignaskiptayfirlýsingu skal fylgja:

  • Prófskírteini af námskeiði í gerð eignaskiptayfirlýsinga.
  • Vottorð um búsforræði (á Ísland.is)

Umsækjandi greiðir kostnað af útgáfu leyfis sem er 11.000 kr. Kostnaður vegna endurnýjunar leyfis er 2.000 kr.

Rafrænt eyðublað til að sækja um leyfi til að gera eignaskiptayfirlýsingu eða endurnýja slíkt leyfi er aðgengilegt á eyðublaðavef stjórnarráðsins; http://minarsidur.stjr.is .

  1. Aðgangur að eyðublaðavefnum er veittur á kennitölu einstaklinga.
  2. Umsækjendur velja flipann Nýskráning og skrá þar inn kennitölu og netfang og velja sér lykilorð. Umsækjendur fá þá sendan tölvupóst á uppgefið netfang þar sem þeir staðfesta skráninguna.
  3. Þegar skráning hefur verið staðfest skrá umsækjendur sig inn með kennitölu og lykilorði undir Innskráning og velja síðan flipann Eyðublöð. Undir félagsmálaráðuneyti er viðeigandi umsóknareyðublað aðgengilegt.
  4. Sjá einnig nánari leiðbeiningar um notkun eyðublaðavefsins
    Athugið að eyðublaðið má vista meðan á vinnslu stendur en umsókn berst ekki ráðuneytinu fyrr en umsóknin hefur verið send.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum