Hoppa yfir valmynd

Frétt

8. desember 2016 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Nýsköpunarkeppni grunnskólanna

Opnaður hefur verið nýr vefur fyrir Nýsköpunarkeppni grunnskólanna
Vinnustofa-2016-20
Vinnustofa-2016-20

Á nýjum og endurbættum vef er meðal annars:

• Náms- , stuðnings- og afþreyingarefni fyrir kennara og nemendur.

• Ýmsar fréttir og greinar sem fjalla um nýsköpunarmennt og tengd málefni.

• Lista yfir fyrirtæki og aðila sem vinna að eða eru tengdir skapandi skólastarfi, nýsköpunar- og frumkvöðlamennt, forritunarnám fyrir börn o.fl.

• Kveikjur að hugmyndum, umsóknarleiðbeiningar, nýtt umsóknareyðublað og margt fleira.

Nýsköpunarkeppni grunnskólanna (NKG) er hugmyndasamkeppni fyrir nemendur í 5. – 7. bekk grunnskóla. Undirbúningur fer fram í skólum landsins samhliða skólaárinu þar sem nemendur fá kennslu við að þróa verkefni á sínu áhugasviði, allt frá hugmyndum til veruleika. Þetta ferli virkjar sköpunarkraft nemenda í lausnamiðuðum hugsunarhætti og eykur sjálfstraust þeirra og frumkvæði.

NKG hefst á haustin og lýkur á vorin með vinnusmiðju þar sem þátttakendur í úrslitum fá tækifæri til að útfæra hugmyndir sínar frekar með aðstoð leiðbeinenda frá Háskóla Íslands, Háskólanum í Reykjavík og annarra samstarfsaðila. Í kjölfarið er haldið lokahóf þar sem  forseti Íslands afhendir stórglæsileg verðlaun og viðurkenningarskjöl.

Eigandi NKG er mennta- og menningarmálaráðuneytið en Nýsköpunarmiðstöð Íslands sér um rekstur keppninnar í samstarfi við Háskólann í Reykjavík, Háskóla Íslands, Menntamálastofnun, Samband íslenskra sveitarfélaga, Arion banka, Samtök Iðnaðarins, ELKO, IKEA, grunnskóla o.fl. aðila.

Ertu-i-5-til-7-bekk-2b


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum