Hoppa yfir valmynd

Frétt

20. desember 2016 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Kennarasamband Íslands - minnisblað

Kennarasamband Íslands eru samtök kennara, skólastjóra og ráðgjafa í leik- grunn- framhalds og tónlistarskólum og félagsmenn eru milli níu og tíuþúsund auk kennara á eftirlaunum en á annað þúsund eftirlaunakennara eru einnig félagsmenn.

Kennarasambandið hefur á síðustu mánuðum haldið opna fundi með félagsmönnum sínum um allt land og farið yfir ýmiss atriði er tengjast efnahagshruninu.

Kennarasambandið leggur áherslu á að mikilvægi skólanna er trúlega aldrei meira en á þrengingartímum og bendir í því sambandi á að kennarar og skólastjórar eru í daglegu sambandi við nemendur og þurfa því að vera tilbúnir til að bregðast við mismunandi aðstæðum nemenda. Af þessum sökum hefur Kennarasambandið varað mjög við öllum niðurskurði á þjónustu skólanna og jafnframt bent á að starfsfólk skólanna þarf að eiga aðgang að öflugu stuðningsneti í sínu vandasama starfi.

Kennarasambandið brá á það ráð að gera samkomulag við tvo sálfræðinga sem félagsmenn geta snúið sér til og leitað ráðgjafar hjá í síma, bæði vegna starfstengdra álitaefna sem og vegna einkamála. Þessi þjónusta er félagsmönnum að kostnaðarlausu. Þetta er nýlunda og verður lagt mat á verkefnið nú um páska og þá tekin ákvörðun um framhaldið.

Kennarasambandið hefur átt samstarf við fjölmarga aðila vegna þess ástands sem nú ríkir átt fulltrúa í starfshópum sem fjalla um stuðning við skólana, s.s. eins og Menntavísindasvið HÍ, menntamálaráðuneyti, Samband Íslenskra sveitarfélaga, landlæknisembætti o.fl. Þá hafa fulltrúar Kennarasambandsins tekið þátt í samstarfi aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda um efnahags og kjaramál og svo mætti lengi telja.

Kennarasambandið telur afar mikilvægt að slegin sé skjaldborg um skólastarf í landinu ekki síst vegna þess að það er ein af forsendum þess að heimilin komist í gegnum það ástand sem nú ríkir.

19. febrúar 2009,
Eiríkur Jónsson

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum