Hoppa yfir valmynd

Frétt

12. janúar 2017 Utanríkisráðuneytið

Nýr aðstoðarmaður utanríkisráðherra

Borgar Þór Einarsson
Borgar Þór Einarsson

 

Borgar Þór Einarsson hæstaréttarlögmaður hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra og hefur hann störf í dag. 

Borgar Þór hefur starfað sem lögmaður frá árinu 2004, nú síðast hjá CATO lögmenn þar sem hann hefur verið einn af eigendum frá 2014. Hann var eigandi á lögmannsstofunni OPUS á árunum 2010-2014 en þar áður starfaði hann sem lögfræðingur í Landsbankanum og á lögmannsstofunni LEX. Borgar Þór var aðstoðarmaður menntamálaráðherra á árunum 2003-2004 og hefur gegnt ýmsum félags- og trúnaðarstörfum í gegnum tíðina, m.a. stýrt starfshópi heilbrigðisráðherra um mótun stefnu til að draga úr skaðlegum afleiðingum og hliðarverkunum vímuefnaneyslu. Þá hefur hann um árabil gegnt embættum á vettvangi Lögmannafélags Íslands, bæði sem varaformaður og ritari. Borgar Þór var formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna 2005-2007.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum