Hoppa yfir valmynd

Frétt

19. janúar 2017 Utanríkisráðuneytið

EFTA-ríkin þokast nær fríverslunarsamningi við Mercosur

EFTA-ríkin náðu mikilvægum áfanga í Sviss í dag við að þokast nær fríverslunarsamningi við Mercosur-ríkin (þ.e. Brasilía, Úruguay, Argentína og Paraguay) þegar fulltrúar landanna undirrituðu yfirlýsingu sem staðfestir lok undirbúningsviðræðna fyrir gerð  fríverslunarsamnings. Gert er ráð fyrir að formlegar fríverslunarviðræður hefjist síðar á þessu ári en til þessa hafa viðræður EFTA-ríkjanna og Mercosur verið á grundvelli samstarfsyfirlýsingar frá árinu 2000. 

„Það er mikið fagnaðarefni að þessum áfanga sé nú náð en Ísland og hin EFTA-ríkin hafa stefnt að þessu í fjölda ára. Hér er um að ræða einhverjar mikilvægustu fríverslunarviðræður EFTA um langt skeið enda markaðssvæðið gríðarstórt að vöxtum, með um 300 milljónir íbúa. Mercosur-ríkin  er það svæði í heiminum þar sem hagvöxtur verður hvað mest  í framtíðinni og það eru augljóslega miklir vaxtarmöguleikar fyrir íslenskar útflutningsgreinar,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum