Hoppa yfir valmynd

Frétt

20. janúar 2017 Forsætisráðuneytið

Heillaóskir forsætisráðherra til forseta Bandaríkjanna

Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, hefur sent Donald Trump, kveðjur og hamingjuóskir fyrir hönd ríkisstjórnar Íslands, í tilefni af innsetningu hans í forsetaembætti Bandaríkjanna. Í bréfi sínu áréttar forsætisráðherra langvarandi samvinnu og vinasamband þjóðanna, sem byggi á sömu gildum - virðingu fyrir frelsi, lýðræði, mannréttindum og réttarríkinu.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum