Hoppa yfir valmynd

Frétt

1. mars 2017 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Drög að nýrri reglugerð um Viðlagatryggingu Íslands

Fjármála- og efnahagsráðuneytið birtir til umsagnar og athugasemda drög að nýrri reglugerð um Viðlagatryggingu Íslands. Reglugerðin er byggð á gildandi reglugerð nr. 83/1993, um Viðlagatryggingu Íslands.

Helstu breytingar frá gildandi reglugerð eru eftirfarandi:

  • Nánari skýringar eru á þeim hættum sem eru vátryggðar með viðlagatryggingu.
  • Afmörkun á vátryggðu lausafé er skýrð nánar.
  • Vátryggð mannvirki eru skýrð nánar.
  • Ákvæði um vátryggingafjárhæðir eru skýrari og nánar kveðið á um ábyrgð vátryggingartaka vegna enduröflunarverðs.
  • Afmörkun á bótafjárhæð er skýrð nánar.

Umsagnir og athugasemdir um reglugerðina skulu berast ráðuneytinu fyrir 24. mars nk. og óskast sendar á eftirfarandi netfang: [email protected]

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum