Hoppa yfir valmynd

Frétt

16. mars 2017 Heilbrigðisráðuneytið

Starfshópur skipaður til að stemma stigu við útbreiðslu kynsjúkdóma

Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra hefur ákveðið, á grundvelli tillögu frá sóttvarnalækni, að skipa starfshóp til að stemma stigu við útbreiðslu kynsjúkdóma hér á landi.  

Hlutverk starfshópsins verður að setja fram tillögur um aðgerðir til að bregðast við aukinni útbreiðslu kynsjúkdóma hér á landi.

Í skipunarbréfi hópsins kemur fram að á undanförnum árum hefur orðið mikil aukning á kynsjúkdómum hér á landi, einkum sárasótt, lekanda og HIV/alnæmi og að sambærileg þróun hafi orðið í mörgum öðrum vestrænum löndum. Brýnt sé að snúa þessari þróun við og grípa til aðgerða og aukins samráðs meðal annars við heilbrigðiskerfið, skólakerfið og ýmis grasrótarsamtök.

Starfshópnum er meðal annars ætlað að kalla til ráðgjafar fulltrúa HIV-Íslands, forsvarsmenn Samtakanna 78 ásamt aðilum sem sinna forvarnarstarfi í skólum landsins. Óskað er eftir að hópurinn skili tillögum sínum til heilbrigðisráðherra eigi síðar en 1. júní 2017. 

Starfshópinn skipa:

  • Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, formaður
  • Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar LSH 
  • Baldur Tumi Baldursson, yfirlæknir húð- og kynsjúkdómadeildar LSH  
  • Elísabet Reykdal Jóhannesdóttir, húð- og kynsjúkdómalæknir, fulltrúi sóttvarnaráðs  
  • Ragnhildur Sif Hafstein, fulltrúi velferðarráðuneytisins og starfsmaður starfshópsins 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum