Hoppa yfir valmynd

Frétt

22. mars 2017 Utanríkisráðuneytið

Árétta gagnkvæmar skuldbindingar ríkjanna

Guðlaugur Þór og Ine Eriksen Søreide undirrita samkomulagið. - mynd

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Ine Søreide Eriksen varnarmálaráðherra Noregs undirrituðu í dag sameiginlega yfirlýsingu um öryggis- og varnarmál sem áréttar gagnkvæmar skuldbindingar ríkjanna og áhuga á að kanna frekari tækifæri til að auka samvinnu á sviði öryggis- og varnarmála.

„Nýjar áskoranir í öryggismálum kalla á virkara samstarf og aukna getu til að bregðast við. Norðmenn eru nánir bandamenn og samstarfsríki og því er þetta samkomulag mikilvægt og tímabært,“ segir Guðlaugur Þór. 

Varnarsamvinna Íslands og Noregs byggir á aðild að Atlantshafsbandalaginu, norrænu varnarsamstarfi á vettvangi NORDEFCO og tvíhliða samkomulagi um öryggismál, varnarmál og borgaralegan viðbúnað. Voru ráðherrarnir sammála um að þróa þessa samvinnu áfram og laga hana að nýjum áskorunum. Þá ræddu ráðherrarnir ýmis önnur mál, m.a. varnaræfingar og þátttöku Noregs í loftrýmisgæslu við Ísland.

Sameiginleg yfirlýsing Íslands og Noregs

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum