Hoppa yfir valmynd

Frétt

2. maí 2017 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Umhverfisþing haldið 20. október

Umhverfisþing verður í Hörpu 20. október nk. - myndJohannes Jansson/norden.org

Umhverfis- og auðlindaráðherra boðar til X. Umhverfisþings í Hörpu í Reykjavík föstudaginn 20. október 2017.

Umhverfisþing er haldið skv. ákvæðum náttúruverndarlaga, en þar segir að ráðherra skuli boða til umhverfisþings að loknum hverjum alþingiskosningum og síðan tveimur árum síðar. Að þessu sinni verða loftslagsmál meginefni þingsins.

Þingið er öllum opið meðan húsrúm leyfir, en alþingismönnum, fulltrúum stofnana ríkis og sveitarfélaga og fulltrúum atvinnulífs og frjálsra félagasamtaka sem hafa umhverfisvernd og sjálfbæra þróun á stefnuskrá sinni er lögum samkvæmt sérstaklega boðið til þingsins.

Drög að dagskrá verða birt síðar. 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum