Hoppa yfir valmynd

Frétt

8. maí 2017 Mennta- og barnamálaráðuneytið

48 verkefni hlutu styrk úr Sprotasjóði skólaárið 2017-2018

Sprotasjóður er sameiginlegur fyrir leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla. Hlutverk hans er að styðja við þróun og nýjungar í skólastarfi.
Úthlutað hefur verið úr Sprotasjóði fyrir skólaárið 2017-2018. Alls bárust 119 umsóknir og sótt var samtals um 266 millj. kr. Veittir voru styrkir til 48 verkefna að fjárhæð rúmlega 61,5 millj. kr.

Áherslusvið sjóðsins voru að þessu sinni:

· Móðurmál í stafrænum heimi.

· Lærdómssamfélag í skólastarfi.

· Leiðsagnarmat.

Stjórn sjóðsins er skipuð fulltrúum frá Kennarasambandi Íslands, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Samstarfsnefnd háskólastigsins og mennta- og menningarmálaráðuneyti Umsóknir voru metnar og gerði stjórnin tillögur til mennta- og menningarmálaráðherra um styrkveitingar. Ákveðið var, eins og áður sagði, að veita styrki til 48 verkefna að fjárhæð rúmlega 61,5 millj. kr.

Styrkirnir dreifðust með eftirfarandi hætti milli skólastiga og landshluta:

  Leikskólar Grunnskólar Framhalds-skólar Þvert á skólastig

 

Alls

Suðurland  1   4
Suðurnes   3     3
Höfuðborg 4 10 4 3 21
Vesturland   2     2
Vestfirðir   1     1
Norðurland 2 5   13
Austurland   4     4
Fjöldi 7 27 11 3 48

 

Hér er yfirlit yfir þau verkefni sem hlutu styrk 2017-2018

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum