Hoppa yfir valmynd

Frétt

17. maí 2017 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Samráðsfundur mennta- og menningarmálaráðherra og stjórnar Bandalags íslenskra listamanna

Árlegur samráðsfundur mennta- og menningarmálaráðherra og stjórnar Bandalags íslenskra listamanna (BÍL) var haldinn þann 16. maí síðastliðinn. Tilgangur samráðsfundanna er að gefa ráðherra og starfsmönnum ráðuneytisins og fulltrúum listamannasamtaka tækifæri til að skiptast á skoðunum og upplýsingum auk þess að ræða almennt um stefnu og framkvæmd stjórnvalda í málefnum er varða listir.

Kristján Þór Júlíusson, mennta- og menningarmálaráðherra og Kolbrún Halldórsdóttir forseti BÍL fluttu inngangsávörp en að því loknu var m.a. farið yfir nýskipan í fjármálum ríkisins, greiðslukerfi til listamanna við störf hjá opinberum aðilum, stjórnsýslu menningarmála og tölfræði og upplýsingaöflun.

Nánar má lesa um starfsemi og áherslur BÍL á vefsíðu þeirra.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum