Hoppa yfir valmynd

Frétt

23. maí 2017 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið

Upplýsingar um tekjur lífeyrisþega í kjölfar lagabreytinga

Breyting upphæða tíundarbila milli áranna 2016 og 17 í prósentum - myndVelferðarráðuneytið
Miklar breytingar á lögum um almannatryggingar sem tóku gildi um áramótin með einföldun bótakerfisins, sameiningu bótaflokka o.fl. hafa bætt kjör aldraðra. Sérstök hækkun bóta til aldraðra og öryrkja hefur tryggt báðum hópum hærri ráðstöfunartekjur en þeir höfðu fyrir gildistöku laganna.

Félags- og jafnréttismálaráðherra var á Alþingi spurður um tekjudreifingu aldraðra og öryrkja með og án atvinnutekna, fyrir og eftir gildistöku laga nr. 116/2017 um síðustu áramót.

Í skriflegu svari ráðherra við fyrirspurninni koma fram upplýsingar um tekjudreifingu þessara hópa 1. febrúar 2016 og 1. febrúar 2017. Upplýsingarnar eru sundurgreindar eftir tíundum og einnig koma fram upplýsingar um meðaltal og miðgildi tekna hjá hvorum hópi fyrir sig. Með tekjum er m.a. átt við greiðslur úr lífeyrissjóðum, fjármagnstekjur, bætur frá Tryggingastofnun ríkisins og meðlagsgreiðslur. Vaxta- og barnabætur og húsnæðis- og húsaleigubætur teljast ekki til tekna.

Meðaltekjur ellilífeyrisþega eru nú rúmar 384.000 kr. á mánuði og meðaltekjur öryrkja tæpar 333.000 kr.

Mesta hækkunin hjá tekjulægstu ellilífeyrisþegunum
Á meðfylgjandi mynd má sjá hlutfallslega breytingu á tekjum lífeyrisþega eftir tíundum milli ára. Ef skoðaðar eru tekjur ellilífeyrisþega má sjá að tekjur hafa hækkað hjá öllum öðrum en þeim sem eru í efstu tíund (ath. þeirri níundu, því upplýsingar fyrir þá tíundu eru ómarktækar, væntanlega vegna einskiptisgreiðslna). Hækkunin er mest hjá þeim tekjulægstu. Hún nemur um 25% hjá þeim sem eru í fyrstu tíund og er yfir 20% milli ára hjá þeim ellilífeyrisþegum sem tilheyra fimm lægstu tíundunum.

TAFLA: Tekjur lífeyrisþega í kr. fyrir skatt. Greiðslur frá TR auk lífeyrissjóðstekna, atvinnutekna, meðlags og fjármagnstekna.

Ár 2016 2017 Breyting, %   2016 2017 Breyting, %
  Hópur lífeyrisþega Ellilífeyrir Ellilífeyrir Ellilífeyrir   Örorkulífeyrir Örorkulífeyrir Örorkulífeyrir
  Eining Krónur Krónur     Krónur Krónur  
Meðaltal   349.567 384.409 10,0%   324.744 332.875 2,5%
Miðgildi   286.037 348.471 21,8%   280.624 296.439 5,6%
1. tíund   217.263 272.116 25,2%   212.776 227.883 7,1%
2. tíund   238.141 293.650 23,3%   227.509 243.722 7,1%
3. tíund   251.845 313.810 24,6%   246.902 269.635 9,2%
4. tíund   267.418 330.896 23,7%   260.712 280.000 7,4%
5. tíund   286.037 348.471 21,8%   280.624 296.439 5,6%
6. tíund   309.436 369.390 19,4%   305.598 322.920 5,7%
7. tíund   341.827 397.818 16,4%   335.308 354.599 5,8%
8. tíund   391.665 439.813 12,3%   376.378 397.353 5,6%
9. tíund   517.376 509.457 -1,5%   450.893 460.756 2,2%
10. tíund   53.084.909 13.198.130 -75,1%   29.137.732 23.000.000 -21,1%

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum