Hoppa yfir valmynd

Frétt

29. maí 2017 Dómsmálaráðuneytið

Dómsmálaráðherra leggur tillögur um skipan dómara við Landsrétt fyrir Alþingi

Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, hefur afhent forseta Alþingis tillögu sína að skipun í embætti fimmtán dómara við Landsrétt.

Um rökstuðning vísast til meðfylgjandi fylgiskjals ráðherra með bréfi til forseta Alþingis sem lagt var fyrir Alþingi samhliða tillögu um skipun í embætti fimmtán dómara við Landsrétt.

Tillagan kveður á um að eftirtaldir verði skipaðir dómarar við Landsrétt:

Aðalsteinn E. Jónasson, Arnfríður Einarsdóttir, Ásmundur Helgason, Davíð Þór Björgvinsson, Hervör Þorvaldsdóttir, Ingveldur Einarsdóttir, Jóhannes Sigurðsson, Jón Finnbjörnsson, Kristbjörg Stephensen, Oddný Mjöll Arnardóttir, Ragnheiður Bragadóttir, Ragnheiður Harðardóttir, Sigurður Tómas Magnússon, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, Þorgeir Ingi Njálsson.

Við þinglega meðferð þingsins lagði ráðherra fram minnisblað í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira