Hoppa yfir valmynd

Frétt

22. júní 2017 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Skýrsla um umfang skattundanskota og tillögur til aðgerða

Starfshópur sem fjármála- og efnahagsráðherra skipaði í febrúar og var falið að greina umfang og áhrif skattundanskota og skattsvika á íslenskan þjóðarbúskap, hefur skilað skýrslu. Hópnum var einnig falið að gera tillögur um það hvernig megi minnka svarta hagkerfið. Jafnframt var starfshópnum falið að skoða hvaða skorður megi mögulega reisa varðandi notkun reiðufjár, við greiðslu launa og kaup á dýrum hlutum með hliðsjón af lögum og reglum í nágrannaríkjum.

Í starfshópnum sátu Þorkell Sigurlaugsson, framkvæmdastjóri, formaður, Ása Ögmundsdóttir, tilnefnd af fjármála- og efnahagsráðuneyti, Björn Rúnar Guðmundsson, tilnefndur af Hagstofu Íslands, Elín Guðjónsdóttir, tilnefnd af fjármála- og efnahagsráðuneyti, Guðbjörg Eva Baldursdóttir, tilnefnd af fjármála- og efnahagsráðuneyti, Helga Rún Hafliðadóttir, tilnefnd af skattrannsóknarstjóra, Jenný Stefanía Jensdóttir, tilnefnd af fjármála- og efnahagsráðherra, Jón Bjarni Steinsson, tilnefndur af fjármála- og efnahagsráðherra, Ólafur Hauksson, tilnefndur af innanríkisráðuneyti, Ragnhildur D. Þórhallsdóttir, tilnefnd af ríkisskattstjóra og Sigríður Olgeirsdóttir, tilnefnd af fjármála- og efnahagsráðherra.

Skýrsla starfshóps um umfang skattundanskota og tillögur til aðgerða

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum