Hoppa yfir valmynd

Frétt

3. júlí 2017 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

Fjárfesting í nærandi nýsköpun

Þann 3. júlí verður viðburðurinn Fjárfesting í nærandi nýsköpun sem er stefnumót fjárfesta og matarfrumkvöðla undir handleiðslu Woody Tasch. Rætt verður um fjárfestingar í matvælaframleiðslu í héraði og stuðning við matarfrumkvöðla. Viðburðurinn verður í Sjávarklasanum Grandagarði 16 kl. 14:00- 16:00 og er opinn áhugasömum meðan húsrúm leyfir.


Woody Tasch er fjárfestir, frumkvöðull, ljóðskáld og fyrirlesari og er stofnandi hreyfingarinnar Slow Money Movement. Samtökin tala fyrir því að fjármagnseigendur noti minnst 1% af sínum fjármunum til að byggja upp framleiðslu matar með áherslu á heilnæmu hráefni og sjálfbærri þróun. Með slíkri fjárfestingu er jafnframt verið að hlúa að menningararfleifð, heilsu neytenda og uppbyggingu nærsamfélaga. Entrepreneur.com telur Slow Money vera eina af 5 markverðustu stefnum í fjárfestingageiranum. Umræðan er jákvæð og vonandi hvetjandi fyrir íslenska fjárfesta og fróðleg öllum þeim sem láta sér málefnið varða.


Í dag hafa Slow Money fjárfestar í Bandaríkjunum, Kanada, Ástralíu, Sviss, Belgíu og Frakklandi beint 57 milljónum dollara í 600 fyrirtæki í landbúnaði, mjólkur- og korniðnaði, í lífrænni og staðbundinni framleiðslu og í veitingarekstri. Slow Money Movement tengir saman fjárfesta og hópa sem mynda tengsl og vinna að framleiðslu matvæla innan ákveðinna svæða.
Woody er þekktur fyrir skemmtileg erindi þar sem hann talar til fjárfesta og frumkvöðla á sama tíma. Áhugi er fyrir því að hérlendis verði stofnuð "Slow Money Movement" á Íslandi sem stuðlar að uppbyggingu staðbundins matarauðs og aðstoð við matarfrumkvöðla.


Viðburðurinn er haldinn á vegum frumkvöðlafyrirtækisins Spor í sandinn, í samvinnu við Matarauð Íslands, Slow Food Reykjavík, Sólheima, Flow Meditation, Sjávarklasann, Icelandic Startups, ásamt fleiri góðum aðilum.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira