Hoppa yfir valmynd

Frétt

13. júlí 2017 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Drög að nýrri reglugerð um safnskráningu og varðveislu fjármálagerninga á safnreikningi til umsagnar

Drög að nýrri reglugerð um um safnskráningu og varðveislu fjármálagerninga á safnreikningi er nú til umsagnar hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Reglugerðinni er ætlað að leysa reglugerð nr. 706/2008, um sama efni, af hólmi. 

Ekki eru um verulega breytingu frá gildandi rétt að ræða, en hinni nýju reglugerð er ætlað að gera skýrari en áður heimildir Fjármálaeftirlitisins til að kalla eftir upplýsingum um endanlega eigendur og með hvaða hætti vörsluaðilar skuli haga samningssambandi við sína viðskiptavini til að tryggja að þeir geti aflað og veitt eftirlitinu umbeðnar upplýsingar.

Drög að reglugerð um safnskráningu og varðveislu fjármálagerninga á safnreikningi

Umsagnir má senda á [email protected] til 11. september nk. 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum