Hoppa yfir valmynd

Frétt

3. ágúst 2017 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Samráð ESB um rafrænar upplýsingar varðandi heilsugæslu

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hóf nýverið almennt samráð um orðsendingu sína um breytingar á heilsugæslu og umönnun sem snerta rafræn samskipti og aðgang að rafrænum heilsufarsskrám. Samráðið stendur til 16. ágúst næstkomandi.

Tekið verður á atriðum er varða framtíðarmarkmið og aðgerðir á sviði fjarskipta í heilsugæslu og umönnun og hvernig tryggja eigi aðgang borgara að rafrænum sjúkraskrám sínum og rafrænum lyfseðlum. Fjallað er um nokkra möguleika í stefnumótun og hvernig hægt væri að þróa þá í samræmi við löggjöf um gagna- og persónuvernd, réttindi sjúklinga og rafræn auðkenni.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum