Hoppa yfir valmynd

Frétt

28. september 2017 Innviðaráðuneytið

Fjármögnun, ákvarðanataka, öryggi og innanlandsflug meðal umræðuefna á samgönguþingi

Frá samgönguþingi - mynd

Erindi um ýmsar hliðar samgöngumála voru flutt á samgönguþingi sem staðið hefur yfir í Hveragerði í dag. Á fyrsta hluta þingsins var fjallað um vinnu við samgönguáætlanir sem nú stendur yfir og rætt um efnið í pallborði.

Formaðurinn fór yfir ýmis atriði er varða samgönguáætlanir og sagði meginatriðið að afla aukins fjár til brýnna samgönguframkvæmda sem kallað væri eftir um landið allt. Einnig fjallaði hann um öryggi í samgöngum og hvernig uppfylla yrði alþjóðlegar kröfur fyrir farartækin og innviði fyrir þau.

Að loknu erindi Ásmundar var rætt um samgönguáætlun í pallborði og með spurningum úr sal. Í pallborði sátu Sigurbergur Björnsson, skrifstofustjóri samgangna í ráðuneytinu, Hreinn Haraldsson, vegamálastjóri, Þórólfur Árnason, forstjóri Samgöngustofu og Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia.

Síðan voru flutt erindi um eftirfarandi efni og má sjá glærukynningar með því að smella á titil erinda:

Í máli hans kom m.a. fram að þétt byggð og góðar almenningssamgöngur komi ekki í veg fyrir að einkabílar verði áfram mikilvægir, sjálfkeyrandi bílar geta dregið úr þörf fyrir einkabíla og að margvísleg aukin sjálfvirkni getur dregið úr slysum og bætt nýtingu samgöngukerfa.

Gunnar fjallaði um ákvarðanatöku í samgöngum út frá ýmsum álitamálum, svo sem byggða- og atvinnumálum, umhverfismálum, fjarskiptum og upplýsingatækni, öryggismálum og almenningssamgöngum. Einnig rakti hann samband skipulags og samgangna og samspil ýmissa áætlana ríkisins. Hann sagði fjölmarga aðila koma að stefnumótun á ýmsum stjórnsýslustigum og varpaði hann því fram hvort lögbinda ætti kostnaðar- og ábatagreiningu varðandi helstu kosti í samgöngumálum.

Flug á ekki að vera lúxus, brúa þarf gjána milli höfuðborgar og landsbyggðar, sagði Jóna Árný meðal annars. Hún sagði menn eiga erindi til höfuðborgarinnar af fjölmörgum ástæðum og brýnt væri að gera innanlandsflug að raunhæfum valkosti. Yfirvöld gætu stutt flugið fjárhagslega og flugfélag yrði þá að undirgangast ákveðið verðlagseftirlit. Íbúar sem ættu lögheimili á landsbyggðinni myndu njóta afsláttar.

Haukur sagði lélega innviði geta verið hamlandi og að með skýrri stefnumörkum hefði ýmsum löndum tekist að laða til sín verðmæta starsfemi og dæmi væri um góða samvinnu flugvalla og hafna. Hann sagði þjóðir sem byggt hafi upp öflug flutningskerfi vera í lykilaðstöðu til að byggja upp öflugar atvinnugreinar á ólíkum sviðum.

Starfshópi var falið að skoða leiðir til sérstakrar fjármögnunar í því skyni að flýta framkvæmdum við helstu stofnvegi til og frá höfuðborgarsvæðinu. Verkáfangar eru skilgreindir, sett er upp framkvæmdaáætlun svo og tillögur um fjármögnun og rekstrarfyrirkomulag og gjaldheimtu. Settar eru fram tölur um kostnað við umferðarslys á þessum leiðum sem er um þrír milljarðar króna á ári en megin tilgangur framkvæmdanna er að auka öryggi og greiða fyrir samgöngum. Talið er að kostnaður verði kringum 56 milljarðar og að framkvæmdatíminn verði 8 ár.

Á síðasta hluta samgönguþings var fjallað um eftirfarandi efni í málstofum:

Umferðaröryggi, orkuskipti í samgöngum, samgöngur á höfuðborgarsvæðinu og hafnamál og nýjungar í útgerð.

  • Ásmundur Friðriksson formaður samgönguráðs flytur erindi sitt. - mynd

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum