Hoppa yfir valmynd

Frétt

28. september 2017 Utanríkisráðuneytið

Kosningaréttur Íslendinga erlendis

Þeir Íslendingar sem hafa búið erlendis lengur en frá 1. desember 2008 og eru ekki á kjörskrá þurfa að sækja sérstaklega um að þeir verði teknir á kjörskrá.
Umsókn þarf að hafa borist Þjóðskrá í síðasta lagi 11. október 2017. Eyðublað vegna þessa má nálgast á: https://skra.eydublod.is/Forms/Form/A-290

Ef einstaklingur vill vita hvort hann er á kjörskrá eða ekki er hægt að senda fyrirspurn til Þjóðskrár á [email protected]. Frá og með deginum í dag geta einstaklingar jafnframt flett því upp á vefnum Ísland.is.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum