Hoppa yfir valmynd

Frétt

10. október 2017 Forsætisráðuneytið

Efling nýsköpunar í tengslum við stofnun stöðugleikasjóðs

Þann 9. febrúar sl. skipaði forsætisráðherra sérfræðingahóp um stofnun stöðugleikasjóðs sem haldi utan um arð af orkuauðlindum í eigu ríkissjóðs,  tryggi komandi kynslóðum hlutdeild í ávinningi af auðlindum og byggi upp viðnám til að mæta fjárhagslegum áföllum. Í tengslum við vinnu við stofnun sjóðsins hafa verið skoðaðir möguleikar á því að nýta hluta af framtíðarráðstöfunarfé sjóðsins til að efla nýsköpun og styðja við vöxt og þroska sprotafyrirtækja. Með því væri sáð fræjum til eflingar nýrra vellaunaðra starfa í framtíðinni með sama hætti og fræjum var sáð til efnahagsuppbyggingar þegar orkuauðlindir voru beislaðar á síðari hluta 20. aldar.

Forsætisráðherra hefur óskað eftir því við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið að fela sjö manna hópi að koma með tillögur fyrir lok nóvember um ráðstöfun mögulegs fjármagns úr stöðugleikasjóði til eflingar nýsköpun í atvinnulífinu. Síðustu misseri hefur þessi hópur unnið að verkefni á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis í samstarfi við MIT háskóla í Bandaríkjunum um atvinnusköpun og eflingu hagvaxtar með nýsköpun.

Hópinn skipa: 
Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík, formaður,
Helga Valfells, meðeigandi Crowberry Capital,
Hjálmar Gíslason, framkvæmdastjóri gagna hjá Qlik í Boston,
Ragnheiður Magnúsdóttir, formaður Tækninefndar Vísinda- og tækniráðs,
Ragnhildur Helgadóttir, formaður Vísindanefndar Vísinda- og tækniráðs,
Salóme Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandic Startups,
Sveinn Þorgrímsson, sérfræðingur í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum