Hoppa yfir valmynd

Frétt

27. nóvember 2017 Utanríkisráðuneytið

Ársskýrsla formennsku Íslands í Eystrasaltsráðinu 2016-2017

Ársskýrsla formennsku Íslands í Eystrasaltsráðinu 2016-2017 sem lauk í júlí síðastliðnum hefur litið dagsins ljós, en hápunktur hennar var fundur utanríkisráðherra ráðsins í Hörpu þann 20. júní sl. Ráðherrafundurinn var haldinn í tilefni af 25 ára afmæli Eystrasaltsráðsins og markaði tímamót þar sem utanríkisráðherrar aðildarríkja ráðsins höfðu ekki komið saman frá því átök brutust út í Úkraínu árið 2014. Á fundinum samþykktu utanríkisráðherrarnir meðal annars að stofna stefnumótunarhóp, sem skila á skýrslu um framtíðarhlutverk ráðsins og samstarfið á næsta ári.

Í ársskýrslunni er farið yfir helstu verkefni og viðburði á formennskutímabilinu, en áherslur Íslands lutu að jafnréttismálum, lýðræði og málefnum barna. Utanríkisráðuneytið stóð meðal annars fyrir afmælismálþingi ráðsins í Hörpu og rakarastofuviðburði í Norræna húsinu. Auk þess vann ráðuneytið að fjölbreyttum verkefnum, í samstarfi við önnur ráðuneyti og samstarfsaðila, sem tengjast langtímaáherslum Eystrasaltsráðsins um öryggi, sjálfbærni og samheldni svæðisins.

Svíþjóð tók við formennsku í Eystrasaltsráðinu af Íslandi. Ráðið var stofnað árið 1992 en aðild að ráðinu eiga Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin, Rússland, Pólland og Þýskaland, auk Evrópusambandsins.

 

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

Heimsmarkmið - mynd
Heimsmarkmið - mynd
Heimsmarkmið - mynd

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum