Hoppa yfir valmynd

Frétt

4. desember 2017 Forsætisráðuneytið

Lísa Kristjánsdóttir og Bergþóra Benediktsdóttir hafa verið ráðnar aðstoðarmenn Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra

Lísa Kristjánsdóttir og Bergþóra Benediktsdóttir - mynd

Lísa Kristjánsdóttir og Bergþóra Benediktsdóttir hafa verið ráðnar aðstoðarmenn Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra

Lísa Kristjánsdóttir hefur verið aðstoðarmaður Katrínar Jakobsdóttur, sem formanns Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, frá árinu 2013. Hún hefur starfað með Vinstrihreyfingunni - grænu framboði um árabil og m.a. verið kosningastjóri hreyfingarinnar fyrir allar þingkosningar frá árinu 2007.

Lísa var aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra árin 2009 - 2010 og sat í Þjóðleikhúsráði á árunum 2009-2013.Hún  starfaði auk þess lengi innan kvikmyndaiðnaðarins sem aðstoðarleikstjóri, var verslunareigandi í Flatey á Breiðafirði og hefur gegnt starfi viðburðastjóra hjá bókaútgáfunni Bjarti og Veröld svo fátt eitt sé nefnt.

Lísa er stúdent frá Menntaskólanum við Hamrahlíð og leggur nú stund á MBA- nám við Háskóla Íslands með starfi.

Bergþóra lætur nú af störfum sem framkvæmdastjóri þingflokks Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, en hún gegndi áður starfi mannauðsstjóra hjá Plain Vanilla. Þá starfaði hún innan hótelgeirans  á árunum 2006 - 2013, m.a. sem forstöðumaður gistisviðs Radisson-Blu Hótel Sögu og sem hótelstjóri, bæði hér á landi  og erlendis. 

Bergþóra situr í stjórn Félagsstofnunar stúdenta og hefur gegnt stjórnarformennsku þar frá árinu 2017.

Bergþóra er stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri og með B.A. próf í stjórnmálafræði og málvísindum frá Háskóla Íslands. Hún var formaður Röskvu og sat í Stúdentaráði Háskóla Íslands og í stjórn ráðsins á námsárunum.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum