Hoppa yfir valmynd

Frétt

13. desember 2017 Forsætisráðuneytið

Nýr upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar

Lára Björg Björnsdóttir - mynd

Lára Björg Björnsdóttir hefur verið ráðin upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar. Lára Björg er með stúdentspróf frá Menntaskólanum við Hamrahlíð og BA-próf í sagnfræði frá Háskóla Íslands. Undanfarin ár hefur hún starfað við almannatengsl og ráðgjöf, fyrst hjá KOM almannatengslum og síðar hjá eigin ráðgjafarfyrirtæki, Suðvestur. Þá starfaði hún í utanríkisráðuneytinu og hjá fastanefnd Íslands hjá NATO á árunum 2002-2006. Hún var sérfræðingur í Landsbanka Íslands á árunum 2007-2009 og starfaði sem blaðamaður á Nýju lífi, Fréttablaðinu og Viðskiptablaðinu. Lára Björg er gift Tryggva Tryggvasyni, viðskiptafræðingi, og eiga þau fjögur börn.

Lára Björg verður með aðsetur í forsætisráðuneytinu og hefur þegar störf.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum