Hoppa yfir valmynd

Frétt

5. janúar 2018 Dómsmálaráðuneytið

Frumvarpsdrög um breytingu á skaðabótalögum til umsagnar

Til umsagnar eru nú hjá dómsmálaráðuneytinu drög að frumvarpi til laga um breytingu á skaðabótalögum. Unnt er að koma að athugasemdum við frumvarpið eigi síðar en 26. janúar næstkomandi.

Skaðabótalögin eru að stofni til frá árinu 1993. Litlar breytingar hafa verið gerðar á lögunum frá árinu 1999. Lengi hefur verið rætt um nauðsyn þess að endurskoða ýmis atriði skaðabótalaganna. Frumvarpið felur ekki í sér endurskoðun á öllum þeim atriðum sem bent hefur verið á að þarfnist endurskoðunar heldur eru hér lagðar til breytingar sem ráðuneytið telur  samhljóm um að óhjákvæmilegt væri að endurskoða hið fyrsta.

Í frumvarpinu eru lagðar til breytingar sem varða forsendur margfeldisstuðuls, breytingar á lágmarks- og hámarksárstekjum, vísitölutengingu fjárhæða og frádráttarreglum vegna greiðslna í lífeyrissjóð.  

Frumvarpið vann Eiríkur Jónsson prófessor. Jafnframt kom að verkinu ráðgjafahópur sem skipaður var fulltrúum frá Samtökum fjármálafyrirtækja, Lögmannafélagi Íslands, Sjálfsbjörgu, Öryrkjabandalaginu og Sjúkratryggingum Íslands. Þá gerði Vigfús Ásgeirsson kostnaðargreiningu á frumvarpinu.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum