Hoppa yfir valmynd

Frétt

1. febrúar 2018 Forsætisráðuneytið

Staða kvenna af erlendum uppruna rædd á öðrum fundi ráðherranefndar um jafnréttismál

Annar fundur ráðherranefndar um jafnréttismál var haldinn í forsætisráðuneytinu í morgun.

Staða og málefni kvenna af erlendum uppruna, löggjöf og aðgerðir í framkvæmdaáætlun, annars vegar í jafnréttismálum og hins vegar í málefnum innflytjenda, voru meðal þeirra málefna sem rædd voru á fundi nefndarinnar.

Þá voru málefni jafnlaunavottunar, svo og skýrslu nefndar um heildarendurskoðun á lögum um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barneignir og um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir, einnig til umræðu. Loks var fjallað um neyðarmóttöku kynferðisbrota og þátttöku kvenna í íþróttastarfi.

Ráðherranefnd um jafnréttismál var skipuð af ríkisstjórninni á fundi hennar 5. desember s.l. í samræmi við markmið ríkisstjórnarinnar um að Ísland verði sterk rödd á alþjóðavettvangi með því að leggja áherslu á og vera fyrirmynd í jafnréttismálum. Ráðherranefndin mun funda reglulega á næstunni og taka til umfjöllunar mál sem eru brýn til þess að tryggja framgöngu jafnréttismála hér á landi.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum