Hoppa yfir valmynd

Frétt

9. febrúar 2018 Forsætisráðuneytið

Kynningarfundur um starfsemi og viðfangsefni Jafnréttissjóðs

 Þann 19. júní árið 1915 hlutu íslenskar konur fjörutíu ára og eldri, kosningarétt til Alþingis. - myndVelferðarráðuneytið

Velferðarráðuneytið og stjórn Jafnréttissjóðs Íslands boða til kynningarfundar um starfsemi og viðfangsefni sjóðsins 16. febrúar næstkomandi kl. 14.15 í nýsköpunar- og atvinnuvegaráðuneytinu.

Til fundarins eru boðaðir fulltrúar samtaka kvenna, samtaka aðila vinnumarkaðarins, ráðuneyta, skóla og stofnana.

Jafnréttissjóður Íslands var stofnaður á grundvelli þingsályktunar nr. 13/144 sem samþykkt var á Alþingi í tilefni 100 ára kosningaréttarafmælis íslenskra kvenna. Megintilgangur sjóðsins er að fjármagna eða styrkja verkefni og rannsóknir sem miða að því að efla jafnrétti kynjanna í íslensku samfélagi og á alþjóðavísu.

Jafnréttissjóður Íslands nýtur framlaga af fjárlögum í fimm ár, 100 milljónir króna á ári, frá 2016 til og með 2020. Samkvæmt 5. gr. reglna nr. 956/2016, um úthlutun styrkja úr Jafnréttissjóði Íslands, auglýsir stjórnin eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum fyrir 1. febrúar ár hvert. Úthlutað er úr sjóðnum ár hvert á kvenréttindadaginn 19. júní.

Kynningarfundur í nýsköpunar- og atvinnuvegaráðuneytinu er öllum opinn. Hann hefst sem fyrr segir kl. 14.15 og stendur til 16.00.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum