Hoppa yfir valmynd

Frétt

15. febrúar 2018 Dómsmálaráðuneytið

Dómnefnd um hæfni dómara skilar niðurstöðu

Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara hefur skilað umsögn sinni um umsækjendur um eitt embætti dómara með fast sæti við Héraðsdóm Reykjavíkur. Embættið var auglýst laust til umsóknar 17. nóvember síðastliðinn

Umsóknarfrestur var til 11. desember og barst 31 umsókn. Sex umsækjendur, sem skipaðir höfðu verið í embætti héraðsdómara frá 9. janúar sl., drógu umsóknir sínar til baka. Niðurstaða dómnefndar er að Arnaldur Hjartarson sé  metinn hæfastur til þess að verða skipaður dómari með fast sæti við Héraðsdóm Reykjavíkur.

Dómnefndina skipuðu: Jakob R. Möller, Kristín Benediktsdóttir, Guðrún Björk Bjarnadóttir, Ragnheiður Harðardóttir og Ragnhildur Helgadóttir.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira