Hoppa yfir valmynd

Frétt

13. mars 2018 Matvælaráðuneytið

Reglugerð um hrognkelsaveiðar

Ljósmynd; Ólafía Lárusdóttir  - mynd

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur í dag gefið út reglugerð um hrognkelsaveiðar árið 2018. Reglugerðin er með sama sniði og á síðasta ári. Landinu er skipt í sjö veiðisvæði og eru veiðitímabil mismunandi eftir svæðum en fyrstu veiðar geta hafist 20. mars.

Þá hefur ráðherra ákveðið að hefja vinnu við endurskoðun á fyrirkomulagi hrognkelsaveiða, bæði hvað varðar stjórn veiðanna og eins mögulegar aðgerðir til að draga úr meðafla með hrognkelsaveiðum. Þeirri vinnu á að ljúka í tíma til að veiðistjórn á næsta tímabili, þ.e. 2019, geti byggst á niðurstöðum hennar.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira