Hoppa yfir valmynd

Frétt

6. apríl 2018 Heilbrigðisráðuneytið

Stuðningur við Bláan apríl - Styrktarfélag barna með einhverfu

Í tilefni dagsins voru landsmenn hvattir til að sýna stuðning við málefnið með því að klæðast bláu. Það gerði Ásmundur Einar Daðason félags- og jafnréttismálaráðherra þegar hann afhenti fulltrúum Blás apríl, Styrktarfélags barna með einhverfu, styrkinn. Með ráðherra á myndinni eru stjórnarkonur í Bláum apríl, Þórhildur Birgisdóttir og Guðný Maja Riba. - mynd

Í dag á „bláa deginum“ 6. apríl veitti Ásmundur Einar Daðason félags- og jafnréttismálaráðherra 500 þúsund króna styrk af ráðstöfunarfé ráðherra til samtakanna Blár apríl, en blái dagurinn er nú haldinn í 5. skipti af samtökunum. Markmið þeirra er að auka vitund um og vekja athygli á einhverfu og safna fé til styrktar málefninu sem rennur óskert til verkefna er hafa bein áhrif á börn með einhverfu og fjölskyldur þeirra. Átakið nú miðar að því að fræða og upplýsa almenning um einhverfu og auka þannig skilning, viðurkenningu og samþykki á því að við erum öll einstök og höfum okkar styrkleika og veikleika og á það við um einhverfa eins og alla aðra.  Þegar ráðherra afhenti styrkinn þakkaði hann fulltrúum samtakanna þeirra góða framlag til aukins skilnings og umburðarlyndis í samfélaginu og sagði sannarlega ástæðu til að fagna fjölbreytileikanum.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum