Hoppa yfir valmynd

Frétt

23. apríl 2018 Utanríkisráðuneytið

Vilja auka útlánagetu Alþjóðabankans til að ná Heimsmarkmiðunum

Vorfundir Alþjóðabankans fóru fram í vikunni, en þeim lauk með fundi þróunarnefndar Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á laugardag. Þróunarnefndin mótar meginstefnu bankans og er skipuð ráðherrum 25 landa, en hún fundar tvisvar sinnum á ári. Ráðherrar í kjördæmi Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna skiptast á að sitja í nefndinni og situr Petteri Orpo, fjármálaráðherra Finnlands í nefndinni þetta árið. Utanríkisráðherra Íslands mun sitja í nefndinni fyrir hönd kjördæmisins árið 2019.

Á fundi þróunarnefndarinnar var farið yfir fimm megin málefni: fjárhagslega sjálfbærni bankans í þágu sjálfbærrar þróunar, endurútreikning á hlutafjáreign og atkvæðavægi aðildarríkja, framvindu hvað varðar framtíðarsýn bankans, framvinduskýrslu um samþættingu áhættustjórnunar í starfsemi bankans og stöðuskýrslu um kynjajafnvægi í yfirstjórn bankans. Fyrstu tvö málin voru þau fyrirferðamestu, en Þróunarnefndin samþykkti á fundinum að ráðist verði í hlutafjáraukningu í því skyni að auka útlánagetu bankans þannig að ná megi Heimsmarkmiðum SÞ um sjálfbæra þróun og svo bankinn viðhaldi lánshæfiseinkunn sinni. Þá samþykkti nefndin endurútreikning á hlutafjáreign og atkvæðavægi, en á fimm ára fresti eru þessir þættir skoðaðir reglulega í því skyni að efla rödd þróunar- og nývaxtarríkja innan bankans.   

Í ræðu sinni lýsti fulltrúi kjördæmisins yfir stuðningi við fyrirhugaða hlutafjáraukningu og endurútreikning á atkvæðavægi. Hann lagði jafnframt ríka áherslu á mikilvægi þess að takast á við loftslagsvandann og tryggja jafnrétti kynjanna. Jafnframt ítrekaði hann mikilvægi einkageirans ef ná á Heimsmarkmiðum SÞ og undirstrikaði hlutverk bankans svið uppbyggingu í óstöðugum ríkjum.

Fréttatilkynning Alþjóðabankans

World Bank/IMF Spring Meetings 2018: Development Committee Communiqué

 

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

17. Samvinna um markmiðin

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum