Hoppa yfir valmynd

Frétt

30. apríl 2018 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Úttekt Oxford-háskóla á stöðu netöryggis og aðgerðir til eflingar þess

  - myndHaraldur Jónasson / Hari

Oxford-háskóli, sem var fenginn í júní 2017 til að gera úttekt á stöðu netöryggis í íslensku samfélagi, hefur skilað ítarlegri úttekt sinni. Þar er að finna ráðleggingar til úrbóta sem ráðuneyti og stofnanir hafa þegar tekið til skoðunar og ákvörðunar varðandi skipulag næstu skrefa. Mikilvægt er að þeim sé fylgt vel eftir því flestir innviðir nútímasamfélags byggja beint eða óbeint á fjarskipta- og upplýsingatækni.

Stefna ríkisins um net- og upplýsingaöryggi 2015-2026 var meðal þeirra þátta sem Oxford-háskólinn mat meðal þeirra þátta sem best þóttu standa hér á landi sem og lagaumhverfi þessa málaflokks. Skýrsluhöfundar bentu á að líta þyrfti sérstaklega til netvarna, sem hluta varnarmála. Þá töldu þeir einnig að efla þyrfti skipulag til að tryggja gæði hugbúnaðar.

Í úttektinni var beitt líkani sem háskólinn hefur þróað og sem hefur verið notað í ýmsum ríkjum. Fulltrúar háskólans áttu fundi með mörgum aðilum í samfélaginu um netöryggistengd málefni og háskólinn skilaði síðan ítarlegri skýrslu um stöðu netöryggis í ýmsum þáttum samfélagsins ásamt 120 ráðleggingum til úrbóta. Ráðuneyti og viðeigandi stofnanir hafa skipt á milli sín ábyrgð á því að bregðast við ráðleggingunum. Fyrirhugað er að Oxford-háskóli endurmeti stöðu netöryggis síðar, þannig að unnt sé meta árangur þeirra aðgerða sem ráðist verður í á grunni ráðlegginganna.

 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum