Hoppa yfir valmynd

Frétt

3. maí 2018 Matvælaráðuneytið

Niðurstöður um aukaúthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á blómum fyrri hluta árs 2018

Föstudaginn 27. apríl 2018 rann út tilboðsfrestur í aukaúthlutun tollkvóta á blómum vegna fyrri hluta ársins 2018, sbr. reglugerð nr. 1010/2017.

 

Tvær umsóknir bárust um innflutning á blómstrandi pottaplöntum á vörulið (0602.9091) samtals 200 stk. Hæsta boð var 50 kr./stk. en lægsta boð var 50 kr./stk. Tilboðum var tekið frá einu fyrirtæki um innflutning á 20 stk. á meðalverðinu 50 kr./stk.

 

Tvær umsóknir bárust um innflutning á blómstrandi pottaplöntum á vörulið (0602.9093) samtals 1.000 stk. og náðu umsóknir ekki tilteknum stykkjafjölda sem í boði var eða 900 stk. Úthlutað var án útboðs.

 

Fjórar umsóknir bárust um innflutning á afskornum blómum, (0603.1909) samtals 86.000 stk. Hæsta boð var 15 kr./stk. en lægsta boð var 1 kr./stk. Tilboðum var tekið frá fjórum fyrirtækjum um innflutning á 77.925 stk. á meðalverðinu 4 kr./stk.

 

Að tillögu ráðgjafanefndar um inn- og útflutning landbúnaðarvara hefur atvinnuvega- og nýsköpunararráðuneytið úthlutað tollkvótum til eftirtalinna fyrirtækja á grundvelli tilboða/umsókna þeirra:

 

Blómstrandi pottaplöntur aukaúthlutun 2018

 

Magn (stk)

Tilboðsgjafi

20

Blómabúð Akureyrar ehf

 

Aðrar pottaplöntur aukaúthlutun 2018

 

Magn (stk)

Tilboðsgjafi

100

Blómabúð Akureyrar ehf

800

Grænn markaður ehf

 

(Annars)  afskorin blóm aukaúthlutun 2018

 

Magn (stk)

Tilboðsgjafi

2.000

Blómabúð Akureyrar ehf

15.000

Blómagallerý ehf

26.308

Grænn markaður ehf

34.617

Samasem ehf

 

Reykjavík, 3. maí 2018  

 

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum