Hoppa yfir valmynd

Frétt

9. maí 2018 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

Niðurstaða úthlutunar á tollkvótum frá Evrópusambandinu á landbúnaðarafurðum alifuglakjöti lífrænt/lausagöngu, fyrir tímabilið 1. maí – 31. desember 2018

Miðvikudaginn 2. maí 2018 rann út tilboðsfrestur í tollkvóta vegna innflutnings á landbúnaðarafurðum frá Evrópusambandinu á kjöti af alifuglum, fryst – lífrænt ræktað/lausagöngu samkvæmt reglugerð nr. 374/2018, (1.) breyting á reglugerð nr. 318/2018 fyrir tímabilið 1. maí – 31. desember 2018.

 

Samtals bárust 4 gild tilboð í tollkvótann.

 

Alifuglakjöt, í vörulið ex0207. Fjögur tilboð bárust í tollkvóta vegna innflutnings á alifuglakjöti, samtals 141.667 kg á meðalverðinu 238 kr./kg.  Hæsta boð var 610 kr./kg en lægsta boð var 1 kr./kg. Tilboðum var tekið frá tveimur fyrirtækjum um innflutning á 66.667 kg á meðalverðinu 396 kr./kg.

 

Að tillögu ráðgjafanefndar um inn- og útflutning landbúnaðarvara hefur atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið úthlutað tollkvótum til eftirtalinna fyrirtækja á grundvelli tilboða og/eða umsókna þeirra:

 

Kjöt af alifuglum, fryst, lífrænt ræktað/lausagöngu ex0207

Magn (kg)

Tilboðsgjafi

10.000

Aðföng hf

56.667

Mata ehf

 

Reykjavík, 8. maí 2018

 

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira