Hoppa yfir valmynd

Frétt

23. maí 2018 Forsætisráðuneytið

Fundi forsætisráðherra Norðurlandanna lauk í dag

Sumarfundur forsætisráðherra Norðurlandanna í Örnsköldsvik - mynd

Sumarfundur forsætisráðherra Norðurlandanna var haldinn í Örnsköldsvik í Svíþjóð í gær og í dag, 22.-23. maí. Fundurinn er haldinn árlega og var Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, gestgjafi fundarins í ár.

Fundinn sátu Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, Juha Sipilä forsætisráðherra Finnlands, Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands. Þau ræddu meðal annars norrænt samstarf, stöðu alþjóðastjórnmála, þróun mála í Evrópu og öryggismál og 5G-væðingu Norðurlandanna. Þau funduðu einnig með lögmanni Færeyja en leiðtogar Grænlands og Álandseyja var einnig boðið til fundarins.

Ráðherrarnir undirrituðu í dag sameiginlega yfirlýsingu um að Norðurlöndin verði samtengt 5G-svæði. Yfirlýsinguna má finna hér: https://www.regeringskansliet.se/

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra:

„Norrænt samstarf byggist á traustum menningarlegum og samfélagslegum tengslum og samskipti þessara landa eru náin og mikil. Undirstaða allra okkar verkefna er að byggja á styrkleikum Norðurlanda sem felast í öflugri velferð og kröftugu atvinnulífi. Yfirlýsing okkar um að verða í fararbroddi í 5G-tækninni undirstrikar þá sýn að við ætlum okkur að verða gerendur í fjórðu iðnbyltingunni og nýta tæknina til að gera líf almennings betra, berjast gegn loftslagsbreytingum og tryggja að tæknin verði samfélaginu öllu til góðs. Samstarf landanna er mikilvægt til að ná því markmiði.“


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum