Hoppa yfir valmynd

Frétt

1. júní 2018 Innviðaráðuneytið

Niðurstaða verkefnahóps um nýja flugstöð á Reykjavíkurflugvelli

Verkefnahópur samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins um nýja flugstöð á Reykjavíkurflugvelli, sem starfað hefur frá því í október 2017, hefur skilað niðurstöðu sinni. Niðurstaða hópsins var að áhugaverðasti kosturinn væri flugafgreiðsla í samgöngumiðstöð á BSÍ-reit.

Skoðaðir voru þrír meginkostir:

  • Ný flugstöð norðan við skrifstofubyggingu Icelandair/Hotel Natura
  • Ný flugstöð norðaustan við núverandi flugstöð.
  • Flugafgreiðsla í samgöngumiðstöð á BSÍ-reit.

Verkefnahópurinn fór í ítarlega greiningu á kostum og göllum hverrar hugmyndar fyrir sig og samanburð á kostnaði. Niðurstaða hópsins var, sem fyrr segir, að áhugaverðasti kosturinn væri flugafgreiðsla í samgöngumiðstöð á BSÍ-reit. Með þeim kosti næðist samlegð og hagræði af því að tengja flugið öllum almenningssamgöngum innan borgarinnar og samgöngum við alþjóðaflugvöllinn í Keflavík.

Verkefnahópurinn leggur í niðurstöðum sínum til að ríkið taki þátt í fyrirhugaðri hugmyndasamkeppni Reykjavíkurborgar um nýja samgöngumiðstöð á BSÍ-reitnum þannig að gert yrði ráð fyrir þeim möguleika að flugstöð væri hluti af hugmyndavinnunni.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum